Vín

Arnaldur Halldórsson

Vín

Kaupa Í körfu

Le Rime Banfi Le Rime (1.360 kr.) er Toskana-vín, athyglisverð blanda úr þrúgunum Pinot Grigio og Chardonnay. Ég man ekki eftir að hafa séð þessa samsetningu, en hún er vel heppnuð. Það eru einkenni Pinot Grigio sem ráða ferðinni, þótt Chardonnay hafi meira vægi í blöndunni. Létt, ferskt og sýrumikið vín. Meðalþyngd í bragði og hreinn og fínn ávöxtur. Sumarlegt í nefi, sykurlegin Granny Smith-epli og sætur sítrus, lime og greipávöxtur. Þetta er ljúft vín, sem hentar vel sem fordrykkur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar