Akureyrin EA 110

Kristján Kristjánsson

Akureyrin EA 110

Kaupa Í körfu

enginn myndatexti GAMLI Sléttbakur EA, sem áður var í eigu Útgerðarfélags Akureyringa hf., hefur nú fengið nafnið Akureyrin EA 110, auk þess sem skipt hefur verið um lit á skipinu. Samherji keypti Sléttbak fyrr í sumar og er ráðgert að skipið haldi til veiða á vegum fyrirtæksins í næsta mánuði. Unnið hefur verið að endurbótum á skipinu að undanförnu í Slippstöðinni á Akureyri og það m.a. verið málað hátt og lágt í Samherjalitunum. Skipið er rúmlega 900 brúttólestir að stærð, smíðað í Noregi 1968. Skipið var lengt og því breytt í frystiskip árið 1987. Það er 69 metra langt, með 3.000 hestafla aðalvél og búið til flakavinnslu og heilfrystingar á karfa og grálúðu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar