Lagadeild Háskólans í Reykjavík

Lagadeild Háskólans í Reykjavík

Kaupa Í körfu

Davíð Oddsson forsætisráðherra óskar Guðfinnu Bjarnadóttur, rektor Háskólans í Reykjavík, til hamingju. Fyrir aftan þau standa Þórður S. Gunnarsson deildarforseti og Sverrir Sverrisson, formaður háskólaráðs. STOFNUNAR lagadeildar Háskólans í Reykjavík var fagnað í skólanum í gær en á mánudag hóf 81 nemandi nám við nýstofnaða lagadeild skólans. Ráðherrar, þingmenn og dómarar voru meðal þeirra sem fögnuðu með kennurum, starfsmönnum og nemendum, eða fulltrúar löggjafar-, framkvæmda- og dómsvalds, eins og Þórður S. Gunnarsson deildarforseti orðaði það. Davíð Oddsson forsætisráðherra óskaði forráðamönnum Háskólans í Reykjavík, forystu lagadeildarinnar, kennurum og þeim nemendum sem munu sækja sér þangað veganesti í lögvísindum allra heilla í bráð og lengd. "Land okkar byggist á lögum, að ráði bestu manna. Vel menntuð sveit lögfræðinga gegnir því lykilhlutverki á Íslandi framtíðarinnar. Hér hafa menn því þarft verk að vinna," sagði forsætisráðherra í ræðu sinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar