Clockwise

Clockwise

Kaupa Í körfu

Norræn nútímalist kortlögð Í NORRÆNA húsinu verður í dag, kl. 15, opnuð sýning á nýrri norrænni samtímalist og hefur sýningin yfirskriftina Clockwise. Það er NIFCA, Nordiskt Institut för Samtidskonst, sem stendur að sýningunni og stýrir henni í samstarfi við listasafnið í Vejle í Danmörku. Níu samtímalistamenn eiga verk á sýningunni og þeir fást allir fremur við viðfangsefni á sviði mannfræði og þjóðfræði en fagurfræði og formhyggju. Þeir eru Simone Aaberg Kærn, Jouko Lehtola, Colonel, Melek Mazici, Lilibeth Cuenca Rasmussen, Khaled D. Ramadan, Marco Evaristti, Torbjørn Rødland og Amel Ibrahimovic. MYNDATEXTI. Sýningarstjórar Clockwise, Khaled D. Ramadan og Stine Høholt, innan um verk Colonel.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar