Skólínan UN Iceland

Jim Smart

Skólínan UN Iceland

Kaupa Í körfu

Skór hafa sál Fimmti ættliðurinn í skóbransanum SKÓR þurfa að hafa sál til að teljast góðir skór. Það er að minnsta kosti skoðun Óskars Axels Óskarssonar, stofnanda UN Iceland, sem er nýtt alþjóðlegt skófyrirtæki byggt á rótgrónum íslenskum grunni, en skammstöfunin stendur fyrir "Undir Nausthömrum". Þar er byggt á reynslu fimm ættliða í skógerð og skóverslun frá árinu 1877, en Óskar Axel er afkomandi Lárusar G. Lúðvígssonar, og allir ættliðirnir fram að honum hafa fengist við skókaupmennsku og skógerð. "Líklega er þetta bara í blóðinu," segir Óskar Axel, sem sjálfur hefur haslað sér völl sem hönnuður og skóframleiðandi á alþjóðavettvangi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar