Lútuð húsgögn

Lútuð húsgögn

Kaupa Í körfu

Gamlir hlutir ganga í endurnýjun lífdaga Það færist í vöxt að fólk haldi upp á gamla hluti og leggi jafnvel á sig töluverða vinnu við að koma þeim í sem upprunalegast horf. Hlutir, sem áður var hent umhugsunarlaust á haugana, þykja nú stofuprýði. Sigurgeir Grímsson og Guðbjartur Lárusson reka verkstæði sem sérhæfir sig í að afsýra gamlar mublur eða lúta þær. Verkstæði þeirra er á Langholtsvegi 126 í kjallara og er lítt áberandi frá götu. Þeir félagar eru að safna upp verkefnum fyrir veturinn og inni á verkstæðinu kennir ýmissa grasa, allt frá illa förnum eldhússtólum til veglegra húsgagna, og eru hlutirnir í ýmsu ástandi. MYNDATEXTI: Gamli skápurinn úr Vatnsfirði. Guðbjartur segir að þetta sé dýrgripur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar