Fylkir - KA 3:2

Fylkir - KA 3:2

Kaupa Í körfu

Fótboltastemmning í Árbænum heldur áfram fram eftir hausti. Fylkismenn eiga góða möguleika á tvöföldum sigri á tímabilinu - þeir geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með því að vinna KR á sunnudaginn kemur og eftir 3:2-sigur á KA á Laugardalsvellinum í gærkvöld eru þeir komnir í bikarúrslitin annað árið í röð þar sem þeir mæta Fram. Árbæingarnir hafa ekkert unnið ennþá, en ef heppnin verður á þeirra bandi í svipuðum mæli og gegn frískum KA-mönnum í gærkvöld má búast við ríkulegri uppskeru. Myndatexti: Steinn Viðar Gunnarsson, varnarmaður KA, skýlir boltanum frá Birni Viðari Ásbjörnssyni, sóknarmanni Fylkis. Steinn kom mikið við sögu í tveimur marka Fylkis en gat þó lítið við þeim gert.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar