John Hines prófessor í fornleifafræðum

John Hines prófessor í fornleifafræðum

Kaupa Í körfu

John Hines, prófessor í fornleifafræði við Cardiff-háskóla. ÞAÐ GERIST ekki á hverju ári að nám í fornleifafræðum er tekið upp við háskóla, hvað þá í fyrsta sinn í viðkomandi landi. "Það er því mjög spennandi verkefni að koma að," segir John Hines, prófessor í fornleifafræðum við Cardiff-háskóla í Wales á Bretlandi. Hann hefur dvalið á Íslandi undanfarna daga við mat á fornleifafræðinámi sem kennt er nú í fyrsta sinn við Háskóla Íslands. Hann segir skóla sem eru að hefja nám í fornleifafræði geta stuðst við kennsluskrár annarra skóla, valið það besta við uppbyggingu námsins og komist hjá mistökum sem gerð hafa verið annars staðar. "Háskóli Íslands er líka í þeirri aðstöðu að ná fram sérstöðu," segir Hines. "Námið ætti ekki að vera algjörlega sambærilegt því sem gerist annars staðar, heldur að miðast við íslensk skilyrði. Það ætti þó alls ekki að einbeita sér eingöngu að Íslandi."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar