Þór - Grindavík 1:5
Kaupa Í körfu
Gleði og vonbrigði á Akureyrarvelli - Grindvíkingar fagna stórsigri, Þórsarar kveðja deildina. NÝLIÐAR Þórs eru sjálfsagt fegnir því að þessu tímabili fari nú senn að ljúka. Þeir hafa barist við falldrauginn alla síðari umferðina og á sunnudaginn urðu þeir loks að láta í minni pokann. Þá fengu þeir Grindvíkinga í heimsókn og urðu að vinna en gestirnir sýndu enga miskunn og hreinlega völtuðu yfir heimamenn. Endaði leikurinn 5:1 og skoraði Grétar Ólafur Hjartarson þrennu. Mörkin þrjú hleyptu spennu í keppnina um markakóngstitilinn en Grétar Ólafur og Sævar Þór Gíslason hafa nú báðir skorað 12 mörk í deildinni. Með sigrinum tryggðu Grindvíkingar sér endanlega þriðja sætið í deildinni.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir