Tónabær

Sverrir Vilhelmsson

Tónabær

Kaupa Í körfu

Fjölmörg skemmtiatriði voru á boðstólum á sameiginlegri opnunarhátíð þriggja félagsmiðstöðva, Bústaða, Tónabæjar og Þróttheima, sem haldin var í félagsmiðstöðinni Tónabæ í Safamýri sl. mánudag. Þetta er í fyrsta skiptið sem forráðamenn félagsmiðstöðvanna taka sig saman um að halda opnunarhátíð og er frekara samstarf fyrirhugað í vetur að sögn verkefnastjóra í félagsmiðstöðinni Tónabæ. Myndatexti: Fjölmenni var á hátíðinni, en um 1.300 unglingar búa á svæðinu sem starfsemi félagsmiðstöðvanna nær yfir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar