Jon Cook og Ian McEwan

Jon Cook og Ian McEwan

Kaupa Í körfu

Þriggja daga bresk bókmenntahátíð að hefjast í Háskólabíói Heimsþekktir breskir höfundar meðal þátttakenda BRESKI rithöfundurinn Ian McEwan er nú staddur hér á landi ásamt Jon Cook, bókmenntaprófessor við East Anglia-háskólann í Norwich. Þeir munu taka þátt í breskri bókmenntahátíð sem fram fer í Háskólabíói og hefst í kvöld kl. 20 með upplestri þeirra Ians McEwans og skáldkonunnar Michele Roberts, en hún kemur til landsins í dag. Auk þeirra taka rithöfundarnir Graham Swift og Bernadine Evaristo þátt í hátíðinni. MYNDATEXTI: Rithöfundurinn Ian McEwan (t.h.) og bókmenntafræðingurinn Jon Cook gáfu sér tíma til að hitta ljósmyndara Morgunblaðsins áður en þeir héldu í hálendisferð á þriðjudag. Þeir verða þátttakendur í breskri bókmenntahátíð sem hefst í Háskólabíói í kvöld og lýkur á laugardag.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar