Arnaldur Indriðason

Einar Falur Ingólfsson

Arnaldur Indriðason

Kaupa Í körfu

RÉTTINDASTOFA Eddu - miðlunar og útgáfu hefur gengið frá samningi við Random House í Bretlandi um útgáfu á Mýrinni og Grafarþögn eftir Arnald Indriðason. Þetta verður í fyrsta sinn sem íslenskar glæpasögur verða gefnar út í hinum enskumælandi heimi. Random House er stærsta bókaútgáfa veraldar nú um stundir. Arnaldur hlaut Glerlykilinn, Norrænu glæpasagnaverðlaunin, fyrr á þessu ári fyrir Mýrina. Hann segir of snemmt að segja til um hvaða þýðingu samningurinn hafi fyrir hann. "Það á eftir að koma í ljós. Á þessu stigi er ég fyrst og fremst ánægður með áhuga Bretanna á bókum mínum."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar