Finnur Ingólfsson tekur við starfi forstjóra VÍS 1. nóvember nk.
Kaupa Í körfu
Stjórn Vátryggingafélags Íslands, VÍS, tilkynnti formlega í gær að Finnur Ingólfsson seðlabankastjóri hefði verið ráðinn forstjóri VÍS í stað Axels Gíslasonar. Gengið var í gær frá ráðningarsamningi við Finn, sem átti jafnframt fund með starfsmönnum félagsins í höfuðstöðvum þess við Ármúla í Reykjavík. Finnur sagði við Morgunblaðið að ráðningin legðist vel í sig, hann væri fullur tilhlökkunar og eftirvæntingar, en hann tekur til starfa hjá VÍS 1. nóvember nk. Hann hefur komist að samkomulagi við stjórn félagsins um að fá að gegna áfram formennsku í viðræðunefnd stjórnvalda í stóriðjumálum en hann segir sig nú þegar úr stjórn Fjármálaeftirlitsins. Myndtexti: Finnur Ingólfsson átti fund með starfsmönnum VÍS í gær og hitti þá m.a. að máli Sigurbjörn Gunnarsson, framkvæmdastjóra Lífís, og Benedikt Sigurðsson, framkvæmdastjóra fjármálasviðs.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir