Stefán Kjærnested

Stefán Kjærnested

Kaupa Í körfu

LEYSIAÐGERÐIR á augum eru alls ekki eins einfaldar og læknar fyrirtækja, sem gera slíkar aðgerðir, hafa viljað láta í veðri vaka í fjölmiðlum. Slíkum aðgerðum fylgir alltaf nokkur áhætta og það er ámælisvert að læknir LaserSjónar skuli ekki sjálfur skoða þá sjúklinga sem hann hyggst skera upp. Þetta fullyrðir Stefán Kjærnested en hann fór í sjónlagsaðgerðir hjá LaserSjón í fyrrahaust og sendi í framhaldi af því Landlæknisembætti kvörtun vegna starfshátta fyrirtækisins og vinnubragða augnlæknisins sem framkvæmdi aðgerð á honum. "Öfugt við það sem læknar LaserSjónar hafa sagt," segir Stefán, "fylgir þessum aðgerðum töluverð áhætta og hvort sem það er 1% eða 2% sjúklinga sem lenda í vandræðum þá er sá sem lendir í þeim ævinlega í 100% vandræðum. Og þegar mistök verða vilja þessir menn ekki bera nokkra ábyrgð og vísa öllu á bug."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar