Lífið þrisvar sinnum

Sverrir Vilhelmsson

Lífið þrisvar sinnum

Kaupa Í körfu

Hvernig hefði líf mitt orðið ef... Sjálfsagt spyrja allir sig einhvern tíma þeirrar spurningar hvað hefði gerst ef maður hefði gert hlutina öðru vísi - brugðist við aðstæðum á annan hátt en maður gerði; - hagað sér svona en ekki hinsegin; - séð hlutina í öðru ljósi en maður gerði; hefði ekki látið tilfinningarnar spila með sig á þann hátt sem maður gerði. Um þessar spurningar fjallar nýtt leikrit, Lífið þrisvar sinnum, eftir Yasminu Reza sem frumsýnt var á stóra sviði Þjóðleikhússins í gærkvöldi. Leikendur eru fjórir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Stefán Karl Stefánsson og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, en leikstjóri er Viðar Eggertsson. Myndatexti: Mér finnst kókópuffs frábært! Sigurður Sigurjónsson, Hubert, og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Sonia. Lífið Þrisvar sinnum eftir Yasminu Reza / rennsli í Þjóðleikhúsinu

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar