Loftkastalinn Benedikt búálfur og Dídí

Þorkell Þorkelsson

Loftkastalinn Benedikt búálfur og Dídí

Kaupa Í körfu

Fjölskyldusöngleikurinn um Benedikt Búálf og ævintýri hans hefur verið sýndur við miklar vinsældir í Loftkastalanum að undanförnu. En Benedikt og félagar hans, Tóti tannálfur, Daði dreki, Sölvar súri og fleiri gera meira en að yggla sig og hlæja heldur syngja þeir líka hátt og dansa. Var það mannabarnið Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson sem hætti sér í Álfheima og bauð ábúendum þar lögin sín. Hann fékk svo vini sína sem einnig eru mannabörn, Selmu Björnsdóttur, Svein Þóri Geirsson, Björgvin Franz Gíslason og fleiri til að hjálpa álfunum við sönginn. Afraksturinn er svo hægt að nálgast á geisladiski, sem ber nafn Benedikts.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar