Egill Sæbjörnsson og Unnar Örn Auðarson

Egill Sæbjörnsson og Unnar Örn Auðarson

Kaupa Í körfu

"Og svo vantar mig skóflu og haka," segir Egill Sæbjörnsson myndlistarmaður eftir að hafa ráðfært sig við einn starfsmanna Gerðarsafns og er greinilegt að hann ætlar sér ýmislegt við uppsetningu á sýningu sinni á neðri hæð safnsins. Þar sýnir hann nú ásamt Unnari Erni Auðarsyni en sýningin, sem ber yfirskriftina Ný verk, verður opnuð í Gerðarsafni kl. 15 í dag. Sýningin mun hefjast með tónlistargjörningi Egils á sérstöku sviði sem hann hefur unnið inn í rýmið, en á sýningunni í heild koma m.a. við sögu ljósmyndir, myndbandsverk, innsetningar og hreyfiverk. Myndatexti: Egill Sæbjörnsson og Unnar Örn Auðarson myndlistarmenn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar