Sjálfstæðisflokkurinn fulltrúaráðsfundur

Sjálfstæðisflokkurinn fulltrúaráðsfundur

Kaupa Í körfu

Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík samþykkti í gær tillögu stjórnar á almennum fulltrúaráðsfundi að haldið verði sameiginlegt prófkjör fyrir bæði kjördæmin við val frambjóðenda á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum fyrir alþingiskosningarnar næsta vor. Fjölmenni var á fundinum og var tillagan samþykkt með öllum greiddum atkvæðum, að sögn Margeirs Péturssonar, formanns stjórnar Varðar. Myndatexti: Fjölmenni var á fundi Varðar - fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í gær. Fyrir miðri mynd má sjá Margeir Pétursson, formann stjórnar Varðar, og Loft Má Sigurðsson, formann Sjálfstæðisfélagsins í Grafarvogi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar