Hanskar

Hanskar

Kaupa Í körfu

HANSKAR eru til margra hluta nytsamlegir og eiga sér langa sögu. Forn-Grikkir og Rómverjar notuðu þá þegar þeir mötuðust til þess að þeir yrðu ekki fitugir á fingrunum því þá voru ekki til hnífapör. Karl mikli sendi þeim hanska sem hann hafði veitt verslunarleyfi hverju sinni. Og fengi mansöngvari hanska frá fagurri konur gat hann reiknað með því að hún gerði sér dælt við hann þegar hann skilaði honum aftur. Þannig var leðurhanskinn meira en bara flík til að hafa á hendi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar