Agora
Kaupa Í körfu
Hagstætt rekstrarumhverfi VELTA hugbúnaðarfyrirtækja á Íslandi nam 20 milljörðum króna árið 2001 og hefur fjórfaldast á fjórum árum. Á fyrri helmingi þessa árs jókst veltan um 3,5% frá sama tímabili í fyrra. Iðngreinin hefur þó ekki náð hagnaði frá árinu 1998 og nam heildartap um 23% af rekstrartekjum árið 2000. Starfsfólki í hugbúnaðariðnaði fer fækkandi en alls starfa um 2.600 manns í greininni, þar af hafa 65% háskólamenntun. Hægt hefur á vexti greinarinnar í ár en hugbúnaðariðnaðurinn er sú grein sem hvað hraðast hefur vaxið á undanförnum árum. Að sögn Ingvars Kristinssonar, formanns samtaka íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja, hefur krafan um hagnað fyrirtækja í greininni aukist og erfitt reynist að fá fjármagn til nýrra verkefna. Framtíðarsýn hugbúnaðariðnaðar á Íslandi var til umfjöllunar á málþingi sem haldið var í tengslum við Agora-sýninguna í Laugardagshöll í gær. MYNDATEXTI. Á síðasta ári nam hugbúnaður 1,1% af heildarútflutningi landsins. ( Agora, fagsýning þekkingariðnaðarins, hófst í Laugardalshöll í dag og er nú haldin í annað sinn. Helstu fyrirtæki og stofnanir landsins í þekkingariðnaði, 90 alls, taka þátt í Agora-sýningunni. )
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir