Eysteinn Þorvaldsson

Eysteinn Þorvaldsson

Kaupa Í körfu

FÁIR íslenskir bókmenntafræðingar hafa sérhæft sig í rannsóknum á ljóðlist en Eysteinn Þorvaldsson er einn þeirra. Þekktasta verk Eysteins á því sviði er sennilega rit hans, Atómskáldin (1980), þar sem hann fjallar um upphaf módernismans í íslenskri ljóðagerð. Eysteinn hefur einnig gefið út ritið Ljóðalærdómur (1988) þar sem hann fjallar um skólaljóð og ljóðakennslu en hann hefur verið prófessor í íslensku við Kennaraháskóla Íslands í aldarfjórðung. Og nú er komið út mikið rit sem inniheldur valdar greinar, fyrirlestra og erindi Eysteins um íslenska ljóðlist á liðinni öld en það nefnist Ljóðaþing.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar