Landið sem hverfur III

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Landið sem hverfur III

Kaupa Í körfu

Um fjórðungur friðlandsins í Kringilsárrana mun fara undir Hálslón. Ragnar Axelsson lagði land undir fót og tók myndir af landi sem hverfur. Myndatexti: Við Jökullæk innan Töðuhrauka neðarlega í hlíðinni upp af Jöklu. Náttúruvernd ríkisins telur að Töðuhraukarnir og jaðar Brúarjökuls hafi hátt verndargildi á heimsmælikvarða. Töðuhraukar þykja m.a. sérstakir því auk jökulurðar er í þeim jarðvegur sem vöðlaðist upp í þá við framhlaup jökulsins. Hraukarnir eru um 2,5 km að lengd og mun um tíundi hluti þeirra fara undir Hálslón.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar