Safnað fyrir Konagi Veera Babu

Sverrir Vilhelmsson

Safnað fyrir Konagi Veera Babu

Kaupa Í körfu

Tíu til tólf ára börn styrkja fátækan indverskan dreng til betra lífs í heimalandi sínu "Betra en að eyða í nammi" KONANGI Veera Babu er tíu ára indverskur drengur sem hefur alist upp við mikla fátækt. Nýlega breyttust þó aðstæður hans verulega þegar hópur krakka í Laugarneshverfi ákvað að gerast fóstursystkini hans með því að styrkja hann til betra lífs. Babu dvelur á heimili sem rekið er á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar um 30 kílómetrum frá þorpinu Muppalla þar sem hann ólst upp. Í gær hófu krakkarnir í TTT (sem útleggst "tíu til tólf ára") í Laugarneshverfi söfnun fyrir þennan nýja vin sinn með því að halda flóamarkað í kirkjunni sinni, Laugarneskirkju. MYNDATEXTI. Jón Birgir Gunnarsson, formaður foreldrafélagsins, og séra Bjarni Karlsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju: Kirkjan og foreldrarnir hafa skipulagt uppákomur í tengslum við ýmsa óhefðbundna daga í skólanum. ( Flóamarkaður Laugarneskirkju )

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar