Norðurorka

Kristján Kristjánsson

Norðurorka

Kaupa Í körfu

UM 400-500 manns heimsóttu Norðurorku sl. laugardag en þá var opið hús hjá fyrirtækinu í tilefni af þreföldu afmæli veitna bæjarins. Á þessu ári eru 100 ár liðin frá stofnun fyrstu vatnsveitu bæjarins, 80 ár frá stofnun rafveitu og 25 ár frá stofnun hitaveitu. Boðið var upp á afmæliskaffi í höfuðstöðvum Norðurorku á Rangárvöllum en einnig gafst fólki kostur á að skoða aðveitustöð 1 í Þingvallastræti, dælustöð í Þórunnarstræti og vatnsgeyma að Rangárvöllum. Á myndinni eru þrjár yngismeyjar að heilsa upp á Hallfríði Magnúsdóttur sem vinnur á skrifstofu Norðurorku.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar