Ísland - Litháen 3:0

Golli/ Kjartan Þorbjörnsson

Ísland - Litháen 3:0

Kaupa Í körfu

Öruggur sigur á Litháen ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu vann öruggan sigur, 3:0, á Litháen í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Þar með hefur íslenska liðið unnið sinn fyrsta sigur í keppninni en það hefur lokið tveimur viðureignum. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Heiðar Helguson íslenska liðinu á bragðið á 50. mínútu og í kjölfarið fylgdi Eiður Smári Guðjohnsen með tvö mörk til viðbótar áður en yfir lauk. Eftir vonbrigðin gegn Skotum sl. laugardag höfðu íslensku leikmennirnir ástæðu til að fagna í leikslok og hér sjást þeir Bjarni Guðjónsson, Arnar Þór Viðarsson, Helgi Sigurðsson, Brynjar Björn Gunnarsson og Ívar Ingimarsson hlaupa í átt til áhorfenda og þakka þeim stuðninginn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar