Nikolay Litau

Þorkell Þorkelsson

Nikolay Litau

Kaupa Í körfu

Rússar að ljúka einstæðum skútuleiðangri í kringum hnöttinn Heimskautsísinn sleppti Andrési postula úr klóm sínum AÐ lokinni 60 þúsund mílna siglingu um öll heimsins höf og með nokkur siglingaheimsmet að baki er hinn rússneski Nikolay Litau, skipstjóri á skútunni Andrési postula, orðinn reynslunni ríkari eftir sex ára ævintýramennsku. Þessi 46 ára gamli fyrrverandi starfsmaður byggingafyrirtækis í Moskvu sagði upp vinnunni fyrir áratug og einsetti sér að sigla umhverfis jörðina. Seinni hluta leiðangursins er svo gott sem lokið en Nikolay á eftir að sigla frá Reykjavík til Sankti Pétursborgar og áætlar að komast þangað 14. nóvember, nákvæmlega sex árum eftir að leiðangurinn hófst. MYNDATEXTI. Nikolay Litau, rússneskur ævintýramaður á heimleið á skútu sinni, Andrési postula.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar