Eldsvoði á Laugavegi

Júlíus Sigurjónsson, julius@mb

Eldsvoði á Laugavegi

Kaupa Í körfu

Slökkviliðsmenn mættu gríðarlega erfiðum aðstæðum á Laugavegi. GRÍÐARLEGA erfiðar aðstæður mættu slökkviliðsmönnum í stórbrunanum á Laugavegi aðfaranótt sunnudags og er ljóst að slökkviliðsmenn unnu mikið þrekvirki í baráttunni við eldinn. "Þarna var stórbruni og mikill eldur þegar slökkvilið mætti á staðinn. Húsaskipan var erfið, húsin voru sambyggð og bakhús fyrir aftan. Vettvangurinn var erfiður, t.d. mikil vegalengd frá Grettisgötunni þar sem barist var við eldinn og frá norðurhlið húsanna við Laugaveg. Það þurfti gott skipulag til að samræma aðgerðir báðum megin við húsin, en okkur finnst það hafa gengið mjög vel," segir Birgir Finnsson, framkvæmdastjóri útkallssviðs hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sem stjórnaði aðgerðum á vettvangi. Myndatexti: Alls börðust milli 70 og 80 slökkviliðsmenn við eldinn aðfaranótt sunnudags við mjög erfiðar aðstæður. Eldur í húsum við Laugaveg Eldsvoði á Laugavegi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar