Yggdrasill

Jim Smart

Yggdrasill

Kaupa Í körfu

Íslendingar sem kjósa lífrænt ræktaðar matvörur verða sífellt fleiri. Nýleg umræða um kúariðu og aðra dýrasjúkdóma varð m.a. til þess að fleiri Evrópubúar fóru að velja lífræn matvæli. Framboð þeirra er orðið töluvert í stórmörkuðum hér á landi en verslanir á borð við Yggdrasil og Heilsuhúsið sérhæfa sig í sölu þeirra. Yggdrasill selur lífræn matvæli til stórverslana auk þess að vera með smásöluverslun á Kárastíg 1. Fyrirtækið varð til árið 1986 og síðan þá hefur fjöldi þeirra sem kjósa lífræna matvöru margfaldast að sögn Hildar Guðmundsdóttur verslunarstjóra. Það sama er uppi á teningnum í Heilsuhúsinu. Myndatexti: Sérverslanir bjóða meira úrval af lífrænt ræktuðum mat en stórmarkaðir en samkeppnin eykst. Neytandinn verður að vega og meta kosti lífrænna afurða því verðið er hærra en á hefðbundnum mat. Íslenskt lífrænt ræktað grænmeti er meðal þess sem fæst í Heilsuhúsinu. Það má einnig fá í Yggdrasil þar sem myndin er tekin.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar