Ártúnsskóli - Valdís Guðrún og Áslaug Arna
Kaupa Í körfu
Á leið til Helsinki til að kynna skólann og námsefnið "Í lífsleikni búum við okkur undir framtíðina" TUTTUGASTA og níunda október næstkomandi fer fram málþing í Ráðhúsinu í Helsinki þar sem kynntar verða niðurstöður frá fimm ráðstefnum sem haldnar voru víðsvegar um Norðurlöndin nú á haustmánuðum um lýðræði í skólastarfi. Ráðstefnurnar voru haldnar í tilefni af 50 ára afmæli Norðurlandaráðs og var íslenska ráðstefna haldin 19. september sl. á Hótel Loftleiðum. Á lokamálþinginu munu tvær íslenskar stúlkur, Valdís Guðrún Þórhallsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, 12 ára, fjalla um skólann sinn, Ártúnsskóla, og hvernig skólinn býr þær undir að vera þátttakendur í samfélagi sem er stöðugum breytingum undirorpið, eins og segir í drögum að dagskrá málþingsins. Það læra þær m.a. í lífsleikni/samfélagsfræðum sem hefur verið hluti af aðalnámskrá grunnskóla um nokkurra ára skeið. MYNDATEXTI: Valdís Guðrún Þórhallsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, 12 ára, eru fulltrúar Íslands á lokamálþingi um lýðræði í skólastarfi sem haldið er í Helsinki síðar í mánuðinum í tilefni af 50 ára afmæli Norðurlandaráðs.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir