Mótmælafundur vegna Kárahnjúkavirkjunar á Grandrokk

Þorkell Þorkelsson

Mótmælafundur vegna Kárahnjúkavirkjunar á Grandrokk

Kaupa Í körfu

Upplýsinga- og baráttufundur gegn virkjanaáformum yfirvalda á hálendi Íslands var haldinn síðastliðinn laugardag á efri hæð Grandrokks á Smiðjustíg. Þóra Ellen Þórhallsdóttir fjallaði í erindi á fundinum um gróðurfar á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar á hálendinu og uppblásturshættu út frá fyrirhuguðu lóni þar. Þá fjallaði hún um boðaðar mótvægisaðgerðir. Myndatexti: Fjöldi manns leit við á Grandrokk á laugardag þar sem rætt var um áhrif virkjana á hálendi Íslands.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar