Vikurlindir við Heklu

Rax /Ragnar Axelsson

Vikurlindir við Heklu

Kaupa Í körfu

Verðmæti í vikrinum ELDUR og brennisteinn eru ekki það eina sem eldfjallið Hekla skilar upp á yfirborð jarðar er það tekur til við að gjósa. Gosefnin úr Heklu eru súr sem þýðir m.a. að í gosum kemur upp mikill vikur. Vikur er hægt að nota í ýmislegt, t.d. þykir hann góður við ræktun. Fyrirtækið Jarðefnaiðnaður í Þorlákshöfn nýtir vikurlindir við Heklu og selur til útlanda. Helstu viðskiptalöndin eru í Norður-Evrópu, t.d. Holland og Danmörk. "Vikur er t.d. mikið notaður í útveggjastein og skorsteinseiningar," segir Bjarni Jónsson hjá Jarðefnaiðnaði. "Við erum stundum að vinna fram eftir hausti eins og núna, það fer eftir veðri og auðvitað hvernig gengur að selja. Salan er nú frekar stirð núna." MYNDATEXTI:Starfsmenn Jarðefnaiðnaðar funda við rauðleita og ljósa vikurhóla. (Þykir hann góður við ræktun, jarðefnaiðnaður í Þorlákshöfn.)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar