Alþingi 2002

Alþingi 2002

Kaupa Í körfu

MÁLVERK af Ragnhildi Helgadóttur, fyrrverandi forseta neðri deildar Alþingis, var afhjúpað í Alþingishúsinu í gær. Málverkið, sem er eftir Þorbjörgu Höskuldsdóttur listmálara prýðir einn veggja gamla efrideildarsalarins. Ragnhildur Helgadóttir, sem var viðstödd afhjúpunina, sat á Alþingi fyrir Reykvíkinga í rúm 23 ár og var fyrst kvenna til að gegna forsetastörfum. Hún var forseti neðri deildar Alþingis 1961-1962 og 1974-1978, menntamálaráðherra 1983-1985 og heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 1985-1987. Landssamband sjálfstæðiskvenna gefur málverkið. Björn Bjarnason, hjónin Þór Vilhjálmsson og Ragnhilur Helgadóttir, Davíð Oddsson og Ellen Yngvadóttir virða fyrir sér myndina. Í forgrunni má sjá Helgu Guðrúnu Jónasdóttur. ( Málverk af Raghildi Helgadóttur fyrverandi forseta Alþingis afhjúpað í efri deild þingsins )

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar