ÍMARK - Ölgerðin og Þórólfur

Jim Smart

ÍMARK - Ölgerðin og Þórólfur

Kaupa Í körfu

Markaðsverðlaun Ímark voru afhent í gær Ölgerðin og Þórólfur verðlaunuð ÍMARK útnefndi Þórólf Árnason markaðsmann ársins 2002 í gær og tók hann við verðlaunum úr hendi forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar. Tilkynnt var um valið á hádegisfundi markaðsfólks í Súlnasal en á annað hundrað manns sat fundinn. Ölgerðin Egill Skallagrímsson hlaut titilinn markaðsfyrirtæki ársins en Heimsferðir og Mjólkursamsalan voru einnig tilnefnd til þeirra verðlauna. MYNDATEXTI: Forseti Íslands afhenti verðlaunin fyrir markaðsmann og markaðsfyrirtæki ársins á fundi Ímark. Með forsetanum á myndinni eru f.v. Jón Diðrik Jónsson, sem tók við verðlaunum fyrir Ölgerðina, Andri Már Ingólfsson hjá Heimsferðum, Guðlaugur Björgvinsson hjá MS og Þórólfur Árnason hjá Tali, markaðsmaður ársins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar