Ísland - Litháen 3:0

Einar Falur Ingólfsson

Ísland - Litháen 3:0

Kaupa Í körfu

Heiðar Helguson skorar fyrsta mark íslands í 3-0 sigri. Heiðar Helguson hefur heldur betur látið til sín taka í sóknarleik Watford síðustu vikurnar. Heiðar missti af fyrstu níu leikjum liðsins í ensku 1. deildinni í haust vegna meiðsla en á laugardag skoraði hann sitt fjórða mark í sex leikjum - sigurmarkið gegn Sheffield Wednesday, 1:0. Að auki skoraði Heiðar fyrir Ísland gegn Litháen á dögunum þannig að Dalvíkingurinn er svo sannarlega á skotskónum þessa dagana. Ekki spillti fyrir að leikurinn á laugardag var hans 100. í treyju Watford, frá því hann gekk til liðs við félagið í ársbyrjun 2000.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar