Birgir Róbertsson og Haraldur Davíðsson

Birgir Róbertsson og Haraldur Davíðsson

Kaupa Í körfu

Trúbadorkeppni fyrir óþekkta tónlistarmenn TRÚBADORKEPPNI hefst á kránni O'Briens í kvöld. Haraldur Davíðsson trúbador og Birgir Róbertsson, eigandi staðarins, eiga heiðurinn af keppninni, sem gengur undir nafninu "Óþekkti tónlistarmaðurinn". Keppnin stendur yfir næstu daga en úrslitin fara fram mánudagskvöldið 4. nóvember. Þátttakendur eru alls tuttugu og er um fjórðungur þeirra úr hópi kvenna. Einu þátttökuskilyrðin voru þau að keppendur gætu sungið og spilað á hljóðfæri, væru 18 ára eða eldri og hefðu ekki gefið út tónlist undir eigin nafni.MYNDATEXTI: Birgir Róbertsson og Haraldur Davíðsson trúbador standa fyrir keppninni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar