Hreindýr á Fljótsdalsheiði

RAX/ Ragnar Axelsson

Hreindýr á Fljótsdalsheiði

Kaupa Í körfu

ÞAÐ VETRAÐI frekar snemma í beitilöndum hreindýra á Snæfellsöræfum. Snjóinn hefur þó ekki fest og því hafa hreindýrin væntanlega ekki flutt sig um set. "Mér skilst að það hafi rifið af uppi á heiðum og því ekki víst að veðrið hafi haft mikil áhrif á hreindýrin ennþá," sagði Skarphéðinn Þórisson, líffræðingur hjá Náttúrustofu Austurlands, við Morgunblaðið í gærkvöldi. "Þegar rífur af fara þau upp á hæðir í ætisleit. Það hefur ekki verið það mikill snjór, svo þau geta krafsað eftir æti með fótunum. Þetta eru skepnur sem eru aðlagaðar kulda þannig að þær þola umtalsvert. Þetta er ekkert sem þrengir að þeim." enginn myndatexti.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar