Alþingi 2002
Kaupa Í körfu
Ekki er allt sem sýnist á Alþingi þessa dagana, í það minnsta ekki á þessari ljósmynd. Engu er líkara en Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra hafi ákveðið að stinga upp í Össur Skarphéðinsson, þingmann Samfylkingarinnar, í bókstaflegri merkingu. Þá má allt eins halda að Guðni sé að hagræða gleraugunum á nefi þingmannsins, enda hagræðing vinsælt orð á þingi og gjörð í íslensku samfélagi. Hvort það bar á góma í ræðu Össurar um túnfiskveiðar sem hann var að flytja skal ósagt látið. En það er sjónarhorn ljósmyndarans sem hefur gert það að verkum að Guðni sýnist nærgöngull við Össur. Á því augnabliki sem myndin náðist var ráðherrann einfaldlega að biðja þingforseta, Guðmund Árna Stefánsson, að fá að veita andsvar við ræðu Össurar.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir