Alþingi 2002

Alþingi 2002

Kaupa Í körfu

Ekki er allt sem sýnist á Alþingi þessa dagana, í það minnsta ekki á þessari ljósmynd. Engu er líkara en Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra hafi ákveðið að stinga upp í Össur Skarphéðinsson, þingmann Samfylkingarinnar, í bókstaflegri merkingu. Þá má allt eins halda að Guðni sé að hagræða gleraugunum á nefi þingmannsins, enda hagræðing vinsælt orð á þingi og gjörð í íslensku samfélagi. Hvort það bar á góma í ræðu Össurar um túnfiskveiðar sem hann var að flytja skal ósagt látið. En það er sjónarhorn ljósmyndarans sem hefur gert það að verkum að Guðni sýnist nærgöngull við Össur. Á því augnabliki sem myndin náðist var ráðherrann einfaldlega að biðja þingforseta, Guðmund Árna Stefánsson, að fá að veita andsvar við ræðu Össurar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar