Nemendur Heiðarskóla, á tölvurabbi

Nemendur Heiðarskóla, á tölvurabbi

Kaupa Í körfu

Heiðaskóli í Keflavík gerðist í haust, fyrstur skóla á Íslandi, aðili að samstarfsverkefninu Rainbow, sem er margþætt samskiptaverkefni sem miðar að því að efla færni í enskri tungu. Einu sinni í viku setjast nemendur í 10. bekk fyrir framan tölvurnar í tölvuveri skólans og rabba við nemendur í Hollandi í gegnum Netið. Að sögn Ragnheiðar Ragnarsdóttur enskukennara eru nemendurnir mjög spenntir yfir þessu verkefni, enda gefist þeim kostur á að nota enskuna á annan hátt en áður hefur tíðkast í enskukennslu og verkefnið sé því góð viðbót við hefðbundnar kennsluaðferðir. Myndatexti: Ívar Rafn Þórðarson og Birkir Már Jónsson, nemendur Heiðarskóla, á tölvurabbi við tvo hollenska nemendur í Friese Poort-skólanum í Sneek. Í baksýn sést til Guðna Kjærbo, tölvukennara skólans, en hann heldur utan um Rainbow-verkefnið, ásamt Ragnheiði Ragnarsdóttur enskukennara.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar