Pokémon

Garðar Grindó

Pokémon

Kaupa Í körfu

Það hefur löngum fylgt manninum að safna hlutum. Í Grindavík eru það pokémonmyndir og það má segja að krakkarnir séu gripnir æði þessa dagana í endurteknu pokémonæði. Börnin eru öllum stundum í klappi, að skipta myndum eða kaupa myndir. Allir þeir sem áttu myndir eru búnir að draga þær fram aftur. Það er því oft mikið fjör eftir skóla á skólalóðinni eins og hjá þessum ungu mönnum sem voru í klappi þegar blaðamann bar að garði. Klapp gengur út á það að skella saman lófum með mynd í hendi og vinnur sá myndina sem lögð var undir ef hans mynd kemur upp en mynd andstæðingsins kemur með bakhliðina upp. Ef sama hliðin kemur upp hjá báðum er leikurinn endurtekinn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar