Aðalfundur Útvegsmannafélags Snæfellsness

Gunnlaugur Árnason

Aðalfundur Útvegsmannafélags Snæfellsness

Kaupa Í körfu

Aðalfundur Útvegsmannafélags Snæfellsness var haldinn á Hellissandi 21. október sl. Mikil umræða fór fram um þróun sjávarútvegs á Íslandi. Á Snæfellsnesi er enn öflugur bátafloti sem er í eigu einstaklinga sem er undirstaða þéttbýlis á norðanverðu Nesinu eins og smábátaflotinn er fyrir margar aðrar byggðir við sjávarsíðuna. Í félaginu eru útgerðir 48 skipa sem að stærstum hluta eiga sér langa sögu við Breiðafjörð. Bátaflotinn skapar því fjölda starfa til sjós og svo öruggt hráefni í landi. Myndatexti: Aðalfundir Útvegsmannafélags Snæfellsness eru vel sóttir, enda fjöldi báta ennþá gerður út frá Snæfellsnesi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar