Laugalækjarskóli

Laugalækjarskóli

Kaupa Í körfu

Nemendur í níunda bekk í náttúrufræðivali í Laugalækjarskóla brugðu sér í gervi vísindamanna í kennslustund í fyrradag þegar þau rannsökuðu rót lúpínunnar og fræddust um næringarþörf hennar. Krakkarnir nutu aðstoðar Sigríðar Dalmannsdóttur, plöntulífeðlisfræðings hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins, og þegar að var komið voru þau að bisa við að skera í rætur plöntunnar og leita eftir rótarhnýðum. Myndatexti: Andri Már fær hér tilsögn frá Sigríði Dalmannsdóttur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar