Sigurður Þórólfsson

Sigurður Þórólfsson

Kaupa Í körfu

HANN spilar eins og Jerry Lee, syngur líkt og Jerry Lee og er talsvert líkur gamla rokkaranum í útliti. Hann hefur meira að segja hitt Jerry Lee í eigin persónu og rætt við hann á hótelsvítu í Memphis. "Ég er með liði í hárinu eins og gamla hetjan, en lét ýkja þá dálítið til að líkjast honum meira. Svo þarf ég bara að fá mér strípur í hárið til að fullkomna gervið," segir Sigurður Þórólfsson, píanóleikari og söngvari, sem hefur sérhæft sig í tónlist bandaríska rokkarans og "Íslandsvinarins" Jerry Lee Lewis. Sigurður vakti mikla lukku þegar hann kom fram á veitingahúsinu O'Briens við Laugaveg nýverið og hróður hans fer sífellt vaxandi. Myndatexti: Sigurður Þórólfsson við hljóðfærið, nauðalíkur Jerry Lee Lewis og meira að segja með eins hljóðnema og gamla kempan.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar