Handavinna

Handavinna

Kaupa Í körfu

EFTIRMÆLI á borð við að henni eða honum hafi aldrei fallið verk úr hendi hafa löngum þótt býsna góð. Ásamt svo mörgum öðrum góðum segja systurnar Alda og Jóna Möller að þau eigi við um systur þeirra, Helgu Kristínu Möller, sem lést úr brjóstakrabbameini fyrir tíu árum, en hún hefði orðið sextug 30. október síðastliðinn. Þann dag efndu systur hennar og dætur til sýningar í Kópavogsskóla fyrir ættingja, vildarvini og kunningja á hannyrðum, sem eftir Helgu liggja og þær höfðu safnað saman úr ýmsum áttum. Myndatexti:Prjón - Barbídúkkur í prjónuðum tískufatnaði frá níunda áratugnum og Helga Kristín Torfadóttir og Elvar Möller, systkinabörn Helgu, í handprjónuðum peysum. Jólasveinninn er saumaður út með krosssaumi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar