Síberíuhús
Kaupa Í körfu
Sumarhús samkvæmt fyrirmynd frá Jakútíu byggt í Kjós. Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hefur að undanförnu haft með höndum nokkuð óvenjulegt verkefni sem er að teikna sumarhús sem á ættir sínar að rekja til Síberíu, nánar tiltekið Jakútíu. Einar B. Jónsson, verkfræðingur hjá VST, hefur haft umsjón með verkinu fyrir hönd verkfræðistofunnar en vinna við smíði á bústaðnum er hafin á Neðrahálsi í Kjós. Um arkitektúr hússins sá Snorri Hauksson arkitekt og studdist hann meðal annars við teikningar og ljósmyndir af samskonar húsum í Jakútíu. Eigandi þess er Kjuregej Alexandra Argunova, myndlistarkona og leikari frá Jakútíu, sem hefur verið búsett hér á landi um nokkurra áratuga skeið. Myndatexti: Einar B. Jónsson verkfræðingur og Kjuregej við nýja húsið í Kjósinni sem meðal annars á að nýtast undir menningarstarfsemi Ísjaka, vináttufélags Íslendinga og Jakúta.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir