Moskva

Einar Falur Ingólfsson

Moskva

Kaupa Í körfu

Dagbók ljósmyndara. Moskvu, Rússlandi, 2. nóvember 2002. Í Púshkin safninu sitja nokkrar konur á bekk. Þrjár spjalla, aðrar horfa á rómverska íþróttamenn. Þær hvíla lúin bein, enda búnar að ganga um sali safnsins og þar undan standa í biðröð sem lá hringinn í kringum bygginguna. Á sunnudögum flykkjast Rússar á listsýningar og Púshkin safnið er sívinsælt enda eitt af bestu listasöfnum heimsins; þar eru til að mynda sex Rembrandt málverk, tólf eftir Gauguin, tíu eftir Cezanne, sum frægustu verk Matisse og svo önnur eftir Bruegel-feðga, Cranach, Van Gogh, já og skandinava eins og Gallen Kalela og Zorn. En fólk flykkist ekki bara á gömlu klassíkina, straumurinn liggur einnig í galleríin og sýningarsali með nýju efni; þannig þurfti ég að troðast milli gesta til að sjá ljósmyndirnar í Moscow House of Photography. Þar voru portrettmyndir konu sem endurgerði fræg listaverk með þekktum Rússum sem fyrirsætum; síðasti sýningardagur og síðustu forvöð að sjá fræga fólkið í undarlegum aðstæðum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar