Þorvaldur Halldórsson

Þorvaldur Halldórsson

Kaupa Í körfu

ÞORVALDUR Halldórsson hefur ekki aðeins breytt um stefnu í daglegu veraldarvafstri heldur einnig í andlegum efnum. Hann er útlærður rafvirki og trésmiður og hefur starfað við hvort tveggja. Hann hefur starfað sem tónlistarmaður, fyrst í danshljómsveitum og síðar á vegum þjóðkirkjunnar, þar sem hann starfar nú. Ungur að árum varð Þorvaldur landskunnur fyrir sína djúpu bassarödd og hann söng inn á fjölda hljómplatna með Hljómsveit Ingimars Eydal, sem náðu miklum vinsældum og lifa mörg lögin góðu lífi enn í dag. Myndatexti: Trésmiður - Tónlistarmaður Þorvaldur Halldórsson var fyrst rafvirki, síðan trésmiður en lagði hamarinn frá sér fyrir nokkrum árum og starfar nú sem tónlistarmaður hjá þjóðkirkjunni. (Laugarneskirkja)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar