Magnús Magnússon
Kaupa Í körfu
Magnús Magnússon er þekktastur fyrir að hafa stjórnað spurningaþættinum Mastermind í aldarfjórðung í breska ríkissjónvarpinu, BBC. En þar er aldeilis ekki upptalið; hann hefur komið víðar við. Stjórnaði lengi öðrum þætti hjá BBC, Chronicle, og hefur auk þess þýtt margar íslenskar bækur, bæði Íslendingasögurnar og verk Halldórs Laxness, á enska tungu. Magnús er 73 ára, fæddur í Reykjavík árið 1929. "Pabbi var frá Akureyri og mamma frá Laxamýri en þau hittust í Reykjavík og ég fæddist þar." Magnús bjó aðeins fyrstu níu mánuði ævinnar hérlendis. Faðir hans varð yfirmaður Sambands íslenskra samvinnufélaga (SÍS) í Evrópu 1930, með aðsetur í Edinborg, og þá fluttist fjölskyldan til Skotlands. Magnús hefur ekki búið á Íslandi síðan þá, en talsvert verið hér og talar góða íslensku. Samtalið fer því fram á móðurmálinu en "ég þarf stundum að skreppa í enskuna", segir hann í upphafi. Myndatexti: Magnús Magnússon í kunnuglegri stellingu; situr í förðunarstólnum áður en hann fór í viðtal í Ríkissjónvarpinu á föstudaginn
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir