Vísindadagur HA - Þorskunum klappað

Kristján Kristjánsson

Vísindadagur HA - Þorskunum klappað

Kaupa Í körfu

Fjölmenni á vísindadegi FJÖLDI fólks lagði leið sína á vísindadag í Háskólanum á Akureyri sl. laugardag. Þar var boðið upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna, sem vakti ekki síður athygli yngstu fjölskyldumeðlimanna. Flutt voru fróðleg erindi sem tengjast daglegu lífi, forvitnilegar tilraunir voru sýndar á sviði jarðvísinda, efna- og eðlisfræði, lifandi sjávarverur voru til sýnis, sem og varðveittar lífverur í smásjá og víðsjá, auk vísindasmiðju fyrir börnin. MYNDATEXTI: Fjöldi fólks lagði leið sína í Háskólann á Akureyri á vísindadegi, þar sem margt var að sjá og heyra. Þessi börn voru að klappa lifandi þorskum og ýsum sem geymd voru í körum fyrir utan skólann. (Fjöldi fólks lagði leið sína á vísindadag í Háskólanum á Akureyri, þar sem var margt að sjá og heyra. Þessi börn voru að klappa lifandi þorskum og ýsum sem geymd voru í körum fyrir utan skólann.)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar