Baldvin Árnason, flugvirki

Jim Smart

Baldvin Árnason, flugvirki

Kaupa Í körfu

Við erum á milli steins og sleggju Skuldar 11 milljónir eftir nám í flugvirkjun sem ekki er tekið gilt FJÖLMARGIR Íslendingar sem lokið hafa námi í flugvirkjun í Bandaríkjunum fá ekki gild skírteini til að komast í vinnu vegna nýrra evrópskra flugöryggisreglna, svonefndra JAR-reglna, sem tóku gildi um mitt síðasta ár. Fram hefur komið í Morgunblaðinu að um 100 flugvirkjar sem ekki eru starfandi í iðngreininni hafa sett sig í samband við Flugvirkjafélag Íslands. Flestir hafa þeir numið í Bandaríkjunum og meðal þeirra er Baldvin Árnason, 26 ára Reykvíkingur. MYNDATEXTI: Baldvin Árnason flugvirki með skólaskírteini og FAA-skírteini. Eftir margra milljóna króna námskostnað eru skírteinin marklaus plögg í dag og gefa engin starfsréttindi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar