Ottó Guðjónsson lýtalæknir

Ottó Guðjónsson lýtalæknir

Kaupa Í körfu

VIÐLEITNI til að klekkja á elli kerlingu virðast konur hallari undir alls lags fegrunarlyf heldur en karlar. Sumar beita öllum mögulegum brögðum, víla jafnvel ekki fyrir sér að gangast undir skurðaðgerð til að yngja og fegra ásjónu sína. Þótt andlitslyftingar af því taginu séu enn við lýði, hefur atlagan að ellikellu breyst töluvert á undanförnum árum. Ný efni, sem sprautað er í húðina, hafa bæst við í vopnabúrið í baráttunni við hrukkurnar og ýmist eingöngu notuð eða í bland við skurðaðgerðir. Þessi efni þykja oft vænlegri kostur fyrir þær sem ekki eru mjög aldurhnignar eða eru ekki hrjáðar af óvenju djúpum hrukkum, baugum og húðfellingum, en telja sig engu að síður þurfa meira en krem og farða til að líta betur út. Myndatexti: Fyrir aðgerð fær Ottó upplýsingar um heilsufar, vonir og væntingar o.fl.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar